er þetta tilgangur lifsins mins?

oft eftir einelti, eða í þunglyndi koma mikið af hugsunum eins og afhverju fæddist ég, afhverju er ég hér og ótal tilhugsanir eins og að þú skammst þín fyrir lífið. Þú átt ekki að skammast þín fyrir neitt! Ef fólk er að dæma þig áttu að kveikja ljósið og bæta úr því! Það ekur tíma og þetta gerist ekki á einum degi heldur þarf það þolinmæði.
Hugsunin hjá mér var bara eins og hjá sumum, ég fór að hugsa afhverju ég fæddist, afhverju ég kom til íslands, afhverju var ég ekki eins og hinir? afhverju! Svona hugsun kom úr öllum áttum. Hvers vegna lifum við, hver er ætlunin að vera til? Afhverju gátu dýrin ekki bara verið til, hver er tilgangur lífsins? Allar þessar spurningar koma, og svo koma þær verstu:

Á ég að losa mig úr heiminum?... Ég vill ekki vera til, shit hvað heimurinn væri happy ef ég færi, enginn vildi hjálpa mér, enginn stóð upp fyrir mér, enginn vildi hlusta á mig. Þegar ég upplifði þetta á yngri árunum sat ég á rúminu mínu og ég grét og ég grét. Ég var með óþægilegar tilfinnigar um allan líkamann, ég fékk hroll, ég fann hvernig andadrátturinn varð erfiðari og erfiðari með hverju tári sem rann af mér. Ég sá ýmislegt dót sem ég gæti notið til að stytta mér aldur en hunsaði það fljótt, líkaminn styrnaði af reiði, ég fann svo mikinn hita frá blóðinum sem var búinn að renna um alla líkamann í mér. Ég fann ekki fyrir kuldanum, þótt það væri nú kalt inni.
Ég bara vissi ekki hvað ég ætti að gera; ég var svo reiður út í sjálfan mig fyrir að vera ekki eins og aðrir og allt það sem var í kringum mig. Mér leið eins og ég hafði drepið einhvern og að fólk væri á móti mér. Smátt og smátt fann ég fyrir svima og líkaminn var að byrja að dofna niður. Blóðið hætti að flæða um líkamann og ég fann aftur fyrir kuldanum sem kældi mig niður. Ég dró frá rimlagardínurnar og leit út á haustnóttina sem lýsti upp hinar björtustu stjörnur. Ég fór að velta lífinu fyrir mér; fór að velta hlutunum í kringum mig fyrir mér. Ég lagðist upp í rúmið og fór að hugsa um ýmsa hluti sem mér datt í hug.

Ég meina, heimurinn var ekki skapaður fyrir ekki neitt, hann var skapaður af einhverjum vilja, allt er hringur lífsins, ég var ekki skapaður fyrir ekki neitt (ég er kannski ekki að meina guð, ef þið trúið ekki á), við erum t.d. svo heppin að jörðin hafi verið sköpuð akkúrat á þeim stað í geimnum þar sem sólin er best. Við erum ekki á plútó og ekki á venus; við erum akkúrat á þeim stað þar sem er ekki heitt eins og á venus eða þá of kalt eins og á plútó. Ég fór að hugsa um hve tilgangur þess væri að lifa.

Tökum plöntur sem dæmi; planta vex og vex og vex og vex á meðan að loftslag er gott en of mikið af því og það getur valdið skaða á jörðinni, jafnvel eins og grasið; ef við sláum ekki garðinn heldur það bara áfram. Síðan tökum við dæmi með jurtadýr, það eru dýr sem borða gras eins og allir vita en afhverju eru jurtadýr til? Þá kenningu kom ég með að þau borða aðeins jurtir en það er náttúrulega til að valda ekki gróðurhúsaáhrifum, en ef plönturnar hverfa þá er það verra. Þá koma rándýr til sögu og þær eru til að éta jurtadýrin. Eins og þau séu að passa að þau éti ekki plöntuna og að jurtaætum offjölgi ekki. Jurtadýrin passa að jurtirnar valdi ekki of miklum gróðurhúsaáhrifum fyrir loftslagið og offjölgun plantna. Svo kom ég með alveg fáránlegt svar fyrir stelpu sem spurði um þetta: hvers vegna eignast dýrin mun fleiri afkvæmi en manneskjur almennt? Ég bara svaraði því sem ég taldi rétt; bara til öryggisráðstafanna, einni önd er ætlaði að eginast kannski 8 egg, en rándýr borða bara kjöt og ef að mest af ungunum deyja er einn eftir.

Eins og hinir voru bara aukalega og þessi eini var til öryggis, eins og fiskurinn; heimurinn veiðir fisk mjög mikið og það er kannski áðstæða fyrir því að þeir verpa 100.000 eggjum. Og hvað þá með okkar líf? Hver er okkar tilgangur? Viljið þið geta allt sem ég er búinn að segja. Ef mér skjátlast ekki þá erum við hérna til að veita móður náttúru jafnvægi, okkur er ætlað að vera veiðimenn, fiskimenn, slátrarar. Okkur er ætlað að vera smíðamenn til að byggja hús og ýmislegt til að vera með, okkur er ætlað að vera kennarar til að kenna það sem þarf að vita um lífið, okkur er ætlað að vera vísindamenn til að greina jörðina eða hvað sem er. Leiklistamenn koma fram í bíó og skemmta okkur, tökumenn taka upp og sýna útí heim. Allt er þetta það sem okkur er ætlað að gera, og þetta geta engir aðrir nema við, mannfólkið.
Þolendur eineltis, ekki halda það að þið séuð lögð í enelti útaf því að þið erkuð ekki velkomin í heiminn. Þú varst fæddur fyrir eitthvað, og skalt verða það sem þér er ætlað að vera. Eins og hver er tilgangur móður minnar að vera hér? Afhverju eignaðist hún ekki barn? Afhverju ættleiddi hún mig en ekki annan strák? Var það kannski til að bjarga mér frá því að vera skilinn eftir úti á götu? Afhverju var ég lagður inn á barnaheimili og afhverju hún valdi mig en ekki hinn sem sat hliðiná mér eða þennan sem var krúttlegri, eða þann fyrsta sem hún sá?

Einelti er mikil spilling, og ef þú ert að pæla mikið í svona hlutum þá ertu eiginlega safe. Þú skalt ekki pæla mikið í öðrum eða hvað þeir segja og ef þú tekur það svona nærri þér þá skaltu vinna í því, en það tekur tíma. Ekki hugsa um að líf þitt sé einskis virði, í þínum huga og hjarta þá eiga allir sinn ákveðinn stað sem þeir eiga að vera á.

Jæja, takk fyrir að nenna að lesa þetta :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Thamrong Snorrason

Höfundur

Páll Thamrong Snorrason
Páll Thamrong Snorrason
18 ára piltur frá seyðó ekki ennþá menntaður, segir frá um sögn hvernig ég barðist gegn einelti og margt, http://egogeinelti.blogspot.com/ og group á facebook móti einelti.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband